19. apríl 2006

Þriðjudagur 11.4.'06

Góðir draumar eru asnalegir, leiðinlegir og óþarfir. Mig langar ekkert að sjá hve hamingjusamur ég væri ef ég hefði þetta og væri laus við hitt því þegar allt kemur til alls eru þetta bara draumar; brenglaðar ímyndir heims sem maður býr ekki í og mun hugsanlega aldrei gera.
Ég sit hér enn á ný í hornsófanum mínum klukkan 25 mínútur í miðvikudag og naga mig enn í handarbökin vegna draums sem mig dreymdi einhvern tímann milli 4 og 8 klst yfir mánudag í morgun. Þessar hugsanir og mjög óraunhæfu eftirsjár drógu því aðeins úr ánægju dagsins: Mozart safninu með ljóta bleika teppið í Albertina, kakóbollanum á Tirolerhof, Hofburg höllinni og nágrenni hennar, innkaupunum á Mariahilfstraße (þar sem ég fékk Wrangler buxur á 65 evrur) og að lokum bíóferðinni á Ice Age 2, á ensku, Guði sé lof.
Nú ætla ég að hætta þessari óskaplega niðurdregnu færslu og fara að sofa áður en ég brýt öll lög líffræðinnar og fer að naga mig í eyrað...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?